Teymisvinna skiptir sköpum í verkefnavinnu þar sem hún gerir einstaklingum með fjölbreytta kunnáttu og sérþekkingu kleift að koma saman til að ná sameiginlegu markmiði. Góð teymisvinna ýtir undir framleiðni, sköpunargáfu og nýsköpun og er nauðsynleg til að leysa vandamál og takast á við flókin verkefni á skilvirkan hátt. Hér finnur þú nokkrar æfingar til að byggja upp traust í teymi.

<aside> 📌 Markmið: Byggja upp tengsl og traust meðal starfsfólks og þannig skapa jákvæða vinnustaðamenningu.

</aside>

Teymissamstilling

Þegar hópur einstaklinga með fjölbreytta kunnáttu og sérþekkingu kemur saman og þarf að vinna sem ein heild er mikilvægt að gefa sér tíma til að stilla saman strengi. Samstillingin tryggir að allir teymismeðlimir séu á sömu blaðsíðu, skilji hlutverk sitt og ábyrgð og hafi skýran skilning á markmiðum verkefnisins.

Áður en byrjað er á nýju verkefni er gott að setja skýra samskiptaáætlun, raunhæf tímamörk og skilgreina umfang til að tryggja að allir séu í takt og vinni að sömu markmiðum. Þetta getur hjálpað til við að lágmarka misskilning, koma í veg fyrir tafir og bæta heildarskilvirkni verkefnisins.

Teymisstrigi

Notið teymisstrigann í upphafi verkefnis til að kortleggja það sem skiptir teymið máli og tryggja að vinnan verði árangursrík, streitulítil og ánægjuleg.

<aside> 📢 Áður en þið byrjið!

Tímarammi: 90–120 mínútur

Hópastærð: 2–10 manns

Efniviður: Post-it og pennar

</aside>

Teymisstrigi.pdf

Teymisstrigi.pdf

Fýlufiskurinn

Stutt æfing til að nýta snemma í teymisvinnu með áherslu á að deila áhyggjum sem tengjast vinnunni framundan. Tilgangurinn er að stuðla að hreinskilni og „hreinsa loftið“ innan teymis. „Því lengur sem þú gengur um með eitthvað án þess að deila því – því verri lykt verður af því.“ Með því að koma „fýlufisknum“ upp á yfirborðið snemma í vinnunni geta teymismeðlimir tengt og speglað við hvort annað og upplifa því meira öryggi til að deila með hvort öðru þegar líður á verkefnið.

<aside> 📢 Áður en þið byrjið!

Tímarammi: 20–40 mínútur

Hópastærð: 2–10 manns

Efniviður: Skriffæri

</aside>

Fýlufiskurinn.pdf

Fýlufiskurinn.pdf

IDOARRT

IDOARRT er gagnlegt tól til að leiða árangursríkan fund eða vinnustofu. Með því að setja fram skýran tilgang og markmið strax í upphafi hjálpar þú þátttakendum að skilja alla þætti fundarins eða vinnustofunnar og skapar sálrænt öryggi í hópnum.

<aside> ❓ Skammstöfunin stendur fyrir :

I: Intention – Tilgangur

Do: Desired Outcome – Æskileg útkoma

A: Agenda – Dagskrá

R: Roles – Hlutverk

R: Rules – Reglur

T: Time – Tímalengd

</aside>