Í skilgreiningu er unnið úr þeim upplýsingum sem búið er að safna og flokkað í þemu. Hér er mikilvægt að teymið vinni þétt saman og sé opið fyrir óvæntum niðurstöðum. Þá þarf að huga að því að setja hlutina upp myndrænt til að fá sameiginlegan skilning og auðvelda samskipti.

<aside> 📌 Markmið: taka saman rannsóknargögn og greina þau, skilja hvað liggur að baki og fá heildarmynd á áskorunina

</aside>

Heildarmynd

Að sjá heildarmyndina myndrænt fyrir sér hjálpar teyminu að taka vel upplýstar ákvarðanir og forðast ófyrirséð vandamál.

Þemagreining

Við notum þemagreiningu til að skipuleggja og skilja betur þær upplýsingar sem búið er að safna. Rannsóknargögn eru skrifuð á post-it miða sem eru svo flokkaðir í klasa til að bera kennsl á mynstur og þemu. Þetta hjálpar teyminu að bera kennsl á lykilatriðin, forgangsraða og skapa lausnir út frá þeim.

Þjónustukort

Með því að teikna upp þjónustuferlið og sjá skrefin myndrænt eigum við auðveldara með að sjá hvar eru göt í ferlinu og hvar við þurfum að afla frekari upplýsinga.

Þjónustukort (e. service blueprint) auðvelda okkur að hanna nýtt ferli eða skrásetja og bæta það sem fyrir er.

Þjónustukort.pdf

Þjónustukort.pdf


Notendur

Skilningur á notendum skiptir miklu máli þegar verið er að búa til lausnir sem uppfylla þarfir þeirra og óskir. Það að skilja notendur sína eykur einnig samkennd og skapar traust sem leiðir til sterkari tengsla.

Innsýn

Innsýn hjálpar til við að breyta rannsóknarniðurstöðum í framkvæmanleg verkefni. Hún er framkvæmd með því að fara yfir þemagreininguna og kjarna þemu í hnitmiðaða setningu sem fanga aðalatriði hvers þema fyrir sig.

Innsýn.pdf

Innsýn.pdf