Í hugmyndavinnu býr teymið til fjölbreytt úrval mögulegra lausna. Hér er tækifæri til að kanna nýja möguleika og vera skapandi. Leggið upp með að allt sé hægt og að engar hugmyndir séu óvelkomnar. Hér er mikilvægt að vera með opinn huga og ekki skjóta niður hugmyndir strax. Gott ráð er að bjóða hagsmunaaðilum að taka þátt í hugmyndavinnunni. Að því loknu getur teymið ákveðið hvaða hugmyndir á að taka áfram.

<aside> 📌 Markmið: Koma með sem flestar hugmyndir án þess að dæma hversu góðar þær eru, kanna nýja möguleika og vera skapandi

</aside>

Hugarflug

Í hugarflugi kemur teymið saman og býr til allskonar lausnir á áskorununum. Þetta er skapandi og flæðandi ferli þar sem öllum hugmyndum er tekið vel. Markmiðið er að búa til eins margar hugmyndir og hægt er og skoða gæði hugmyndanna seinna. Til er fjöldi æfinga sem hjálpa fólki í hugarflugi svo við hvetjum ykkur til að vera skapandi.

<aside> 🔥 Reglur fyrir hugarflug:

  1. Ekki dæma hugmyndir - Í skapandi svæðum má ekki dæma neitt, hugmyndir verða fá að fljóta fram án þess að tilfinnar blandist í málið
  2. Því viltari, því betra - það er oft ekki mikill munur á klikkaðri hugmynd og klikkað góðri hugmynd
  3. Byggið á hugmyndum annara - notum “já og”, ekki “en” því það leiðir til meiri jákvæðni og fleiri góðra hugmynda
  4. Höldum fókus - reynum að halda umræðunni á viðfangsefninu sem er til skoðunar, aðrar hugmyndir er hægt að “leggja” og skoða aftur seinna
  5. Eitt samtal í einu - það getur verið erfitt þegar það eru margar hugmyndir og skapandi einstaklingar saman komin en mikilvægt að hlusta líka svo ekki allt fari úrböndunum
  6. Verið myndræn - þið vitið hvað er sagt: mynd segir meira en þúsund orð
  7. Fjöldi fram yfir gæði - alltaf hægt að sía hugmyndir seinna, ekki sætta þig við minna en 100 hugmyndir fyrir hverja 60 min </aside>

8 klikkaðar

Þetta er skemmtileg æfing til þess að fá teymið til að skissa hugmyndirnar sínar upp. Það er ekki nauðsynlegt að vera góður í að teikna, krot og krass er stundum alveg nóg til að koma hugmyndum sínum á framfæri.

8 klikkaðar.pdf

8 klikkaðar.pdf

Versta hugmyndin

Teymið kemur saman og skifar niður verstu mögulegu lausnirnar sem gætu gert vandamálið enn verra. Þetta hjálpar að endurhugsa vandamálið og sjá það í nýju ljósi. Eftir að hafa fundið allar verstu lausnirnar er hægt að fara yfir þær og skoða hvort hægt sé að “gera andstæðuna” til þess að leysa vandann.

Einn + einn = einn

Þetta er æfing sem er góð til þess að hita upp fyrir hugarflug. Teymið kallar upp orð sem byrjar á sama staf og nafnið þeirra. Orðunum er raðað í tvo dálka. Orðin eru svo tekin saman, eitt úr dálki 1 og hitt úr dálki 2 og teymið á að reyna hugsa upp viðskiptatækifæri sem tengist þessu tveimur orðum. Þetta geta verið vörur, þjónustur, upplifnair eða hvað sem er. Farið eins djúp og þið viljið í viðskiptahugmyndirnar ykkar.

Ný notkun

Þetta er æfing sem er líka góð í upphitun því hún fær fólk til að hugsa öðruvísi um hlutina og fær fólk til að koma með hugmyndir útfrá einstaka hlut/takmörkuðum upplýsingum. Teymið þarf að koma með eins margar hugmyndir um hvernig hægt er að nota einn hlut. Teymið fær bara 3 min. Hluturinn getur verið hvað sem er: gafall, múrsteinn, mjólk … Gott er að biðja fólk um að teikna til að æfa þann part af heilanum líka.

Plönum partí!

Þessi æfing hjálpar teyminu að skilja að það er miklu auðveldara að skala niður stórar hugmyndir heldur en að stækka litlar hugmyndir. Þetta fær fólk líka til að skilja að það er alltaf ákveðin kjarni í öllum hugmyndum sem hægt er að halda í þrátt fyrir að umfang hugmyndarinnar breytist. Þetta er því góð æfing til að taka áður en teymið dýfir sér í hugarflug. Æfingin gengur út á það að teymið fær 1 billjón til að halda partý. Þau þurfa að finna staðsetningu, gera gestalista, ákveða skemmtiatriði, veitingar osfv. Þegar teymið hefur skipulagt partíið og kynnt það kemur í ljós að það voru smá mistök gerð … þau fá víst bara 100.000 kr til að halda partí. Hvernig getur teymið haldið sama partí fyrir þá upphæð?